Sérfræðingur í upplýsingaöryggi

Íslensk erfðagreining leitast eftir að ráða einstakling með brennandi áhuga á öryggismálum í starf sérfræðings í upplýsingaöryggi. Öryggissérfræðingur mun heyra undir öryggisstjóra og vinna náið með honum ásamt því að starfa þvert á svið fyrirtækisins. Því er mikilvægt að viðkomandi eigi auðvelt með að vinna í hópi. Starfið býður upp á fjölbreytt og spennandi verkefni og mikla möguleika á að sýna frumkvæði í starfi.

 

Helstu verkefni:

. Greina hættur og varnir í upplýsingaöryggismálum.

. Rekstur og umsjón með tölvuöryggiskerfum ÍE.

. Öryggisprófanir.

. Veikleikagreiningar.

. Veikleikaskönn og eftirfylgni.

. Greining og viðbrögð við atvikum ýmissa öryggiskerfa.

. Framkvæma innri úttektir á kerfum og þjónustum ÍE.

 

Hæfniskröfur:

. Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d.tölvunarfræði eða verkfræði.

. Þekking og reynsla á sviði tölvuöryggismála.

. Góðir samskipta- og samstarfshæfileikar.

. Góð íslensku- og enskukunnátta.

 

Frekari upplýsingar veitir öryggisstjóri í síma 664 1880 eða í gegnum tölvupóst Knutur.Otterstedt hjá decode.is

 

 

 

 

Deila starfi